UM OKKUR - AURORA VILLA
Við sérhæfum okkur í hönnun og framleiðslu á glerhúsum og einstökum listrænum mannvirkjum. Við sjáum um hönnun, útreikningum á áætluðum kostnaði, framleiðslu og þjónustu við uppsetningu. Samstarfsðilar okkar framleiða ýmsar vörur úr málmi, timbri, PVC, gleri og koltrefjum í samræmi við teikningar og kröfur frá viðskiptavinum okkar. Glerhúsin frá framleiðendum okkar hafa verið sett upp út um allan heim, þar á meðal í: Azerbaijan, Kazakhstan, Georgíu, Póllandi, Lettlandi, Spáni, Ítalíu, Svíðjóð, Finnlandi, Noregi, Eistlandi, Rússlandi og Hvíta rússlandi. Einnig eru verk í vinnslu á Íslandi.
Hvað eru norðurljós?
Norðurljós myndast þegar rafhlaðnar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðar. Litir ljósanna velta á hæð þeirra yfir jörðinni. Í um 90-200 km hæð, örva agnirnar súrefnisatóm, en það veldur græna eða gulgræna litnum sem er algengastur. Rauð, fjólublá og blá ljós, stafa hins vegar af örvun niturs. Ljósin sjást best á heiðskírum kvöldum og nóttum í myrkri, þar sem ljósmengun er í lágmarki. Að horfa á falleg norðurljós getur verið ævintýri líkast og því eru þau nokkuð sem enginn sem heimsækir Ísland að vetrarlagi ætti að láta fram hjá sér fara. Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á sérstakar norðurljósaferðir.
Hvenær sjást norðurljós á Íslandi?
Frá því í september og fram í mars er hægt að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi; þó að því gefnu að norðurljósakraginn svokallaði sé yfir landinu, himinninn heiðskír og úti sé myrkur. Eins og við stjörnuskoðun er best að fara út fyrir ljósmenguð þéttbýlissvæði til að njóta norðurljósanna í allri sinni dýrð. Ekki skemmir fyrir ef skjólgott er á skoðunarstaðnum því að yfirleitt er mjög kalt á heiðskírum íslenskum vetrarnóttum og enn svalara ef napur vindur hvín.
Besti tíminn til að skoða norðurljósin er á bilinu 21 til 02, þótt þau geti vitaskuld sést fyrr á kvöldin og síðar á næturnar. Á Íslandi er of bjart til að norðurljósin sjáist á sumrin þótt þau séu vissulega líka til staðar á þeim árstíma.
Starfsfólk
Árni Birgisson - arni@auroravilla.net - S: 666-7300
Hilmir Guðlaugsson - Sölumaður - hilmir@auroravilla.net - S: 864-6730
Hrólfur Sumarliðason - Sölumaður - hrolfur@auroravilla.net - 861-2929
Sævar Birgisson - Útkeyrsla - 659-4403